
„ÞAÐ SEM VIRÐIST NÆSTUM ÓMÖGULEGT Í DAG VERÐUR BRÁTT AÐ UPPHITUNINNI ÞINNI“
KarlaKraftur er fjarþjálfun fyrir stráka sem langar að lyfta, styrkja sig og auka þrek. Innifalið í hóflegu mánaðargjaldi er æfingarplan, aðgangur að lokuðu jafningasamfélagi, mánaðarlegir online fundir, ráðgjöf varðandi næringu, kennslumyndbönd af æfingum, vinnubók og ráðgjöf varðandi æfingar.

KarlaKraftur
fyrir hverja?
Ástæðan fyrir því að við ákváðum að setja af stað verkefnið KarlaKraftur er sú að okkur langar að búa til samfélag fyrir stráka sem langar að lyfta, styrkja sig og auka þrek. Stráka sem hafa ekki endilega nennu í að fara í tíma í ræktinni, tugi þúsunda króna til að eyða í einkaþjálfun og skortir þekkingu til að setja saman sitt eigið prógram.
Að fara í ræktina og rölta stefnulaust á milli tækja er eitthvað sem flestir hafa prófað án mikils árangurs.
Með KarlaKraft ætlum við að búa til samfélag þar sem strákar fá tækifæri til að breyta um lífsstíl, ná betri árangri í ræktinni, kynnast öðrum sem eru á sama stað og finna hvatningu hjá hvor öðrum.
Það æfa allir á sínum stað, á sínum hraða og eftir sinni getu en með “online” fundum og facebook síðu þá getum við komið af stað umræðum og fundið að við erum ekki einir að æfa.
Innifalið í mánaðargjaldinu sem er 6.900 krónur er æfingaplan, mánaðarlegir online fundir, ráðgjöf varðandi næringu, aðgangur að lokuðu jafningjasamfélagi, kennslumyndbönd af æfingum, vinnubók og ráðgjöf varðandi æfingar.

VERTU MEÐ!
Ef þú vilt geta æft hvar sem er og hvenær sem er þá getur hópfjarþjálfun verið frábær kostur fyrir þig!
Þú getur byrjað hvenær sem er fyrir aðeins 6.900 kr. á mánuði
(þinn mánuður byrjar þegar þú skráir þig)
