top of page
20210411_132753.jpg

fjarþjálfun

KarlaKraftur er fjarþjálfun fyrir þá sem vilja fá sendar til sín æfingar til að fylgja eftir. Um er að ræða fjölbreyttar styrktaræfingar og öllum æfingum fylgja kennslumyndbönd. Ný plön koma í tölvupósti einu sinni í viku.

Þú færð líka aðgang að lokuðum hóp á Facebook þar sem við hvetjum til jafningjastuðnings en svörum líka spurningum sem iðkendur gætu haft. Þú færð vinnubók, stuðning og hvatningu.

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að setja af stað verkefnið KarlaKraftur er sú að mig langar að búa til samfélag fyrir stráka sem langar að lyfta, styrkja sig og auka þrek. Stráka sem hafa ekki endilega nennu í að fara í tíma í ræktinni, tugi þúsunda króna til að eyða í einkaþjálfun og skortir þekkingu til að setja saman sitt eigið prógram.


Að fara í ræktina og rölta stefnulaust á milli tækja er eitthvað sem flestir hafa prófað án mikils árangurs. 
Með KarlaKraft ætlum við að búa til samfélag þar sem strákar fá tækifæri til að breyta um lífsstíl, ná betri árangri í ræktinni, kynnast öðrum sem eru á sama stað og finna hvatningu hjá hvor öðrum. 
Það æfa allir á sínum stað, á sínum hraða og eftir sinni getu en með „online“ fundum og facebook síðu þá getum við komið af stað umræðum og fundið að við erum ekki einir að æfa. 

 

Innifalið í mánaðargjaldinu sem er 6.900 kr.:

  • æfingaplan

  • mánaðarlegir online fundir

  • ráðgjöf varðandi næringu

  • kennslumyndbönd af æfingum

  • vinnubók

  • ráðgjöf varðandi æfingar

bottom of page