

Viltu vera með?
Viltu koma þér almennilega í gang og vinna markvisst að þínum markmiðum? Hætta jafnvel að rölta stefnulaust um ræktinni án þess að hafa neitt plan til að fylgja? Viltu breyta um lífsstíl sem þú getur viðhaldið og fá hvatningu, fræðslu og kennslu? Viltu koma með okkur í KarlaKraft?
Þjálfarinn
Um þjálfarann
Viðar Bjarnason er reynslubolti á sviði þjálfunar, er eigandi Kvennastyrks og hefur umsjón með tímum Kvennastyrks ásamt því að kenna þá ansi marga. Hann er einkaþjálfari frá Intensive PT í Svíþjóð og er þrautreyndur á sínu sviði en hann hefur meðal annars verið yfirþjálfari þreks hjá RVK MMA og sér um styrktarþjálfun efri flokka í handbolta hjá Val.
„Ég er eigandi og yfirþjálfari í líkamsræktarstöðinni Kvennastyrk sem ásamt eiginkonu minni, Halldóru Önnu Hagalín. Einnig er ég þrekþjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Val.
Í Kvennastyrk eru tímarnir fjölbreyttir og höfum við tekið til allt það sem okkur finnst skemmtilegast í æfingum. Við höfum verið að breiða aðeins út starfsemina okkar frá því að vera einungis á staðnum í að bjóða upp á annars vegar sérhæfða fjarþjálfun fyrir konur og fjarþjálfun fyrir stráka sem einblínir á að styrkja sig í ræktinni.“